Banda­ríski seðla­bankinn hélt stýri­vöxtum ó­breyttum við síðustu vaxta­á­kvörðun en úti­lokaði ekki frekari hækkanir á árinu. Jerome Powell seðla­banka­stjóri gaf þó sterk­lega í skyn að vextir væru ekki að fara lækka í bráð.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er þetta á­hyggju­efni fyrir fjöl­mörg fyrir­tæki vestan­hafs en háar vaxta­greiðslur eru nú þegar farin að höggva all­veru­lega í hagnað víða.

Sem dæmi má nefna gælu­dýra­verslunar­risann Petco sem tók 1,7 milljarða dala lán árið 2021 á 3,5% vöxtum en þarf núna að greiða 9% vexti á árs­grund­velli.

Banda­ríski seðla­bankinn hélt stýri­vöxtum ó­breyttum við síðustu vaxta­á­kvörðun en úti­lokaði ekki frekari hækkanir á árinu. Jerome Powell seðla­banka­stjóri gaf þó sterk­lega í skyn að vextir væru ekki að fara lækka í bráð.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er þetta á­hyggju­efni fyrir fjöl­mörg fyrir­tæki vestan­hafs en háar vaxta­greiðslur eru nú þegar farin að höggva all­veru­lega í hagnað víða.

Sem dæmi má nefna gælu­dýra­verslunar­risann Petco sem tók 1,7 milljarða dala lán árið 2021 á 3,5% vöxtum en þarf núna að greiða 9% vexti á árs­grund­velli.

Greiða 21 milljarð í vexti

Vaxta­kostnaður fyrir­tækisins er því um 153 milljónir dala á árs­grund­velli sem sam­svarar 21 milljörðum ís­lenskra króna.

Sam­kvæmt upp­gjöri annars árs­fjórðungs fór um fjórðungur af eigið fé fyrir­tækisins í að greiða af láninu en árið 2021 var hlut­fallið um 5%.

Stjórn­endur fyrir­tækisins greindu einnig frá því í upp­gjöri að megin­mark­mið næstu mánaða væri að reyna draga úr lána­kostnaðinum.

Petco er þó ekki eins­dæmi þar sem fjöl­mörg banda­rísk fyrir­tæki tóku lán í lág­vaxtar­um­hverfi far­aldursins sem eru byrjuð að bíta núna. Í flestum til­fellum er um að ræða fyrir­tæki með slæmt lán­hæfis­mat.

Mats­fyrir­tækið Fitch telur að um 270 milljarða dala skuldir hjá fyrir­tækjum með lé­legt láns­traust séu í hættu á að gjald­fellast á næstunni.