Fjárfestar í Bandaríkjunum sem eru að sækjast eftir því að hagnast á óstöðugleikanum í kringum forsetakosningarnar í nóvember eru að fjárfesta í flóknum afleiðum um þessar mundir.
Afleiða í viðskiptum er fjármálagerningur þar sem undirliggjandi verðmæti fer eftir verðþróun annarrar eignar.
Samkvæmt Financial Times er verið að gera afleiðusamninga þar sem veðjað er á verðþróun eftir því hvort Kamala Harris eða Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna.
Fjárfestar í Bandaríkjunum sem eru að sækjast eftir því að hagnast á óstöðugleikanum í kringum forsetakosningarnar í nóvember eru að fjárfesta í flóknum afleiðum um þessar mundir.
Afleiða í viðskiptum er fjármálagerningur þar sem undirliggjandi verðmæti fer eftir verðþróun annarrar eignar.
Samkvæmt Financial Times er verið að gera afleiðusamninga þar sem veðjað er á verðþróun eftir því hvort Kamala Harris eða Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna.
Um þrjátíu viðskiptadagar eru í forsetakosningarnar og er allt enn í járnum.
Sé tekið mið af valréttarsamningunum með S&P 500 vísitöluna eru fjárfestar að spá um 2,8% sveiflu á vístölunni degi eftir kosningarnar, samkvæmt UBS.
S&P 500 hækkaði um 2% eftir kosningar 2020 og hækkaði um 1,1% eftir kosningarnar 2016.