Fjár­festar hafa verið að kaupa banda­rísk skulda­bréf í meira magni en áður sam­kvæmt Financial Times þar sem enn er titringur á mörkuðum um að sam­dráttur gæti verið yfir­vofandi.

Fjár­festar voru fljótir að stökkva á ríkis­skulda­bréf í mánu­dags­upp­þotinu í síðustu viku en fjöl­margir sneru aftur á hluta­bréfa­markaðinn strax á þriðju­daginn.

Sam­kvæmt FT eru sjóðs­stjórar enn hrifnir af skulda­bréfum í nú­verandi ár­ferði þar sem það er að hægjast á hag­vexti og verð­bólgan að hjaðna. Banda­ríski seðla­bankinn, líkt og aðrir seðla­bankar víðs vegar um heiminn, er að undir­búa vaxta­lækkanir.

Já­kvætt inn­flæði í skulda­bréf í Banda­ríkjunum, bæði ríkis- og fyrir­tækja­bréf, nam 57,4 milljörðum dala í júlí­mánuði sem er mesta mánaðar­lega inn­flæði frá því í janúar.

Skulda­bréf fyrir­tækja með láns­hæfis­mat í fjár­festingar­flokki hafa séð já­kvætt inn­flæði tíu vikur í röð sem hefur ekki gerst í fjögur ár.

„Besta vörnin gegn niðursveiflu og samdrætti eru ríkisskuldabréf,“ segir Robert Tipp, yfirmaður skuldabréfadeildar PGIM Fixed Income, í samtali við Financial Times.