Samkvæmt Financial Times telur meirihluti fjárfesta að Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, muni lækka vexti um 50 punkta á morgun.
Peningastefnunefnd seðlabankans mun gera grein fyrir vaxtaákvörðun sinni á morgun en allir eru sannfærðir um að vextir verði lækkaðir en óvissa ríkir um hvort vextir verði lækkaðir um 25 eða 50 punkta.
Framvirkir samningar á gjaldeyrismörkuðum benda til þess að um fjárfestar séu sannfærðir um að 50 punkta lækkun sé yfirvofandi.
Verðbólga hjaðnaði fimmta mánuðinn í röð vestanhafs samhliða því að hagtölur benda til kulnunar á vinnumarkaði.
Greiningardeild JP Morgan Chase ítrekaði í morgun fyrri spá sína um að seðlabankinn muni lækka vexti um 50 punkta á morgun.
Síðastliðinn miðvikudag voru um 18% fjárfesta sannfærðir um að 50 punkta lækkun væri í vændum en í morgun stóð hlutfallið í 64% samkvæmt FT.