Sam­kvæmt Financial Times telur meiri­hluti fjár­festa að Jerome Powell, seðla­banka­stjóri Banda­ríkjanna, muni lækka vexti um 50 punkta á morgun.

Peninga­stefnu­nefnd seðla­bankans mun gera grein fyrir vaxta­á­kvörðun sinni á morgun en allir eru sann­færðir um að vextir verði lækkaðir en ó­vissa ríkir um hvort vextir verði lækkaðir um 25 eða 50 punkta.

Fram­virkir samningar á gjald­eyris­mörkuðum benda til þess að um fjár­festar séu sann­færðir um að 50 punkta lækkun sé yfir­vofandi.

Verð­bólga hjaðnaði fimmta mánuðinn í röð vestan­hafs sam­hliða því að hag­tölur benda til kulnunar á vinnu­markaði.

Greiningar­deild JP Morgan Chase í­trekaði í morgun fyrri spá sína um að seðla­bankinn muni lækka vexti um 50 punkta á morgun.

Síðast­liðinn mið­viku­dag voru um 18% fjár­festa sann­færðir um að 50 punkta lækkun væri í vændum en í morgun stóð hlut­fallið í 64% sam­kvæmt FT.