Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um 0,2% milli mánaða í Banda­ríkjunum og hækkaði árs­verð­bólgan því úr 3% í 3,2% en hag­fræðingar segja hækkunina innan skekkju­marka þar sem verð­bólgan var ó­venju lág í júlí­mánuði 2022.

Sam­kvæmt markaðs­hreyfingum virðast fjár­festar vera veðja á að banda­ríski seðla­bankinn haldi stýri­vöxtum ó­breyttum út árið eftir verð­bólgu­tölur dagsins. Ör­fáir fjár­festar virðast þó vera veðja á að bankinn hækki vexti.

Fleiri gögn fyrir fund nefndarinnar

Stýri­vextir í Banda­ríkjunum eru á bilinu 5,25 og 5,5% og hafa þeir ekki verið hærri í 22 ár.

Næsti fundur peninga­stefnu­nefndar banda­ríska seðla­bankans er í septem­ber en áður en nefndin kemur saman birtast vinnu­markaðs­tölur fyrir ágúst­mánuð 1. septem­ber og verð­bólgu­tölur fyrir ágúst­mánuð 13. septem­ber.