Sam­kvæmt Financial Times benda hreyfingar á mörkuðum til þess að fjár­festar búist við því að Evrópski seðla­bankinn og Eng­lands­banki muni lækka vexti fyrr en á­ætlað er.

Efna­hags­leg gögn bæði í Bret­landi og á evru­svæðinu benda til þess að stöðnun sé yfir­vofandi sem eykur líkurnar á vaxtalækkun.

Peninga­stefnu­nefndir bankanna tveggja sem og banda­ríska seðla­bankans á­kváðu að halda vöxtum ó­breyttum við síðustu vaxta­á­kvörðun.

Á­hyggjur allra þriggja nefnda um að háir vextir væru að ýta undir sam­drátt í hag­kerfinu sem og já­kvæð teikn á lofti um lækkandi verð­bólgu höfðu þar á­hrif.

Tímalínan færð fram

Seðla­banka­stjórar bankanna þriggja vöruðu þó allir við því að verð­bólgu­þrýstingur væri enn til staðar og bar­áttan við verð­bólguna langt frá því að vera búin.

Christine Lager­de, for­seti Evrópska seðla­bankans, sagði það væri allt­of snemmt að fara ræða um stýri­vaxta­lækkanir og tók Andrew Bail­ey, seðla­banka­stjóri Eng­lands­banka, í sama streng.

Breska hag­stofan birti upp­lýsingar um sölu í smá­vöru­verslunum á föstu­daginn en þar var að sjá mun meiri sam­drátt en búist var við. Á sama tíma birtust gögn um iðnaðar­fram­leiðslu á evru­svæðinu sem að mati FT hafi verið nægi­lega lítil til að sann­færa fjár­festa um að seðla­bankarnir muni lækka vexti fyrir næsta sumar.

Englandsbanki gæti þurft að lækka vexti fyrr

Frekari stýri­vaxta­hækkanir eru ekki í hugum margra og virðast fjár­festar vera að veðja á fyrstu stýri­vaxta­lækkanirnar í Bret­landi, Banda­ríkjunum og Evrópu í júní.

Mun það vera tölu­verð breyting á milli mánaða en í októ­ber bjuggust flestir við stýri­vaxta­lækkun í byrjun árs 2025 eða septem­ber 2024.

„Líkurnar á vaxta­lækkun fyrr en seinna eru frekar miklar og ekki bara út af verð­bólgan er að lækka heldur út af efna­hags­sam­drættinum,“ segir Tomasz Wi­ela­dek, aðal­hag­fræðingur T Rowe Price, í sam­tali við Financial Times.

Wi­ela­dek úti­lokar ekki að ef efna­hagur Bret­lands heldur á­fram að staðna muni Eng­lands­banki lækka vexti í maí.