Eins og gefur að skilja hafa fjárfestingar í framtíðarvexti bitnað á afkomu upplýsingatæknifyrirtækisins Wise. Á árunum 2021-2023 nam samanlagt tap félagsins rúmlega einum milljarði króna. Tapið var í samræmi við væntingar stjórnenda, enda mikil umbreyting og uppbygging átt sér stað hjá félaginu síðastliðin ár á sama tíma og félagið er í miklum vexti. Velta hefur aukist með hverju árinu en velta sameinaðs félags Wise og Þekkingar nemur yfir 4 milljörðum króna.

Eins og gefur að skilja hafa fjárfestingar í framtíðarvexti bitnað á afkomu upplýsingatæknifyrirtækisins Wise. Á árunum 2021-2023 nam samanlagt tap félagsins rúmlega einum milljarði króna. Tapið var í samræmi við væntingar stjórnenda, enda mikil umbreyting og uppbygging átt sér stað hjá félaginu síðastliðin ár á sama tíma og félagið er í miklum vexti. Velta hefur aukist með hverju árinu en velta sameinaðs félags Wise og Þekkingar nemur yfir 4 milljörðum króna.

Árið 2023 var að sögn Jóhannesar Helga Guðjónssonar, forstjóra Wise, fjárfestingarár, rétt eins og árin á undan, og afkoman í samræmi við það.

„Nú sjáum við fyrir endann á þessum stóru fjárfestingum og yfirstandandi ár markar þann viðsnúning. Við stefnum á að afkoma verði nálægt núlli á þessu ári og fari í eðlilegan hagnað á næsta og næstu árum, þegar ávöxtur fjárfestinga síðustu ára fer að skila sér – bæði fyrir okkur og viðskiptavini.“

Jóhannes telur að fjárfestingar síðustu ára muni leggja grunn að frekari tekjuvexti.

„Við reiknum með að fyrirtækið muni áfram vaxa, bæði í tekjum og umfangi, á næstu árum. Við sjáum einnig möguleika á vexti erlendis og erum spennt fyrir að fara með eigin lausnir á erlenda markaði. Sem dæmi eigum við breitt og heildstætt lausnaframboð fyrir sveitarfélög sem hjálpar þeim að stuðla að einfaldari og hagkvæmari rekstri. Þar horfum við sérstaklega til minni og meðalstórra sveitarfélaga erlendis.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild hér.