Hluta­bréfa­verð Skeljar hækkaði um 2,35% í við­skiptum dagsins og var dagsloka­gengi fjár­festinga­fé­lagsins 17,4 krónur.

Gengi Skeljar hefur nú hækkað um rúm 5% síðast­liðinn mánuð og 14% á árinu.

Skel greindi frá því fyrir rúmri viku síðan að áreiðan­leika­könnunum í tengslum við fyrir­hugaðan sam­runa Sam­kaupa og til­tekinna fé­laga í sam­stæðu Skeljar fjár­festingar­fé­lags - nánar til­tekið Orkunnar IS ehf., Löður ehf., Heim­kaupa ehf. og Lyfja­vals ehf. væri lokið.

Hluta­bréfa­verð Skeljar hækkaði um 2,35% í við­skiptum dagsins og var dagsloka­gengi fjár­festinga­fé­lagsins 17,4 krónur.

Gengi Skeljar hefur nú hækkað um rúm 5% síðast­liðinn mánuð og 14% á árinu.

Skel greindi frá því fyrir rúmri viku síðan að áreiðan­leika­könnunum í tengslum við fyrir­hugaðan sam­runa Sam­kaupa og til­tekinna fé­laga í sam­stæðu Skeljar fjár­festingar­fé­lags - nánar til­tekið Orkunnar IS ehf., Löður ehf., Heim­kaupa ehf. og Lyfja­vals ehf. væri lokið.

Gengi Skeljar hefur nú hækkað um rúm 5% síðast­liðinn mánuð og 14% á árinu.

Í til­kynningu Skeljar sagði var greint frá því því að skipti­hlut­föll í sam­runanum verða nú þannig að hlut­hafar Sam­kaupa fái í sinn hlut 52,5% í hinu sam­einaða fé­lagi og hlut­hafar Heim­kaupa 47,5%.

Hluta­bréfa­verð Eim­skips hækkaði einnig í við­skiptum dagsins og fór gengi fé­lagsins upp um rúm 2% í um 454 milljón króna við­skiptum. Dagsloka­gengi Eim­skips var 350 krónur.

Gengi Icelandair leiddi lækkanir og fór niður um 3%. Dagsloka­gengi flug­fé­lagsins var 0,9 krónur.

Úr­vals­vísi­talan lækkaði um 0,23% og var heildar­velta á markaði 2,7 milljarðar.