Skilyrði fjárfestingarleiðar Seðlabankans voru strangari en varðandi annað fjármagnsflæði og því stenst ekki sú skoðun að hún hafi verið opinber peningaþvættisleið. Þetta er í hnotskurn niðurstaða greinar eftir Már Guðmundsson, fyrrum Seðlabankastjóri, sem birt var í dag á vef Kjarnans.

Yfirskrift greinarinnar er Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti og segist Már hafa verið nauðbeygðan til að skrifa hana vegna þess á hve miklum villigötum umræðan um er um peningaþvætti í tengslum við fjárfestingaleið Seðlabankans. „Ég sýni fram á í grein­inni að full­yrð­ingar um að fjár­fest­ing­ar­leiðin hafi verið opin­ber peningaþvættisleið stand­ast ekki. Skil­yrði fjár­fest­ing­ar­leiðar voru strang­ari en varð­andi annað fjár­magnsinn­flæði og Ísland er ekki á gráum lista FATF vegna henn­ar,“ skrifar Már.

„Þeir sem tóku þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inni gerðu það í gegnum fjár­mála­fyr­ir­tæki (að­al­lega inn­lenda við­skipta­banka) sem höfðu gert samn­ing við Seðla­bank­ann um slíka milli­göngu. Í útboðs­skil­málum og í milli­göngu­samn­ingum er skýrt tekið fram að fjár­mála­fyr­ir­tækin skyldu ann­ast könnun á umsækj­endum með til­liti mögu­legs pen­inga­þvætt­is. Það var ófrá­víkj­an­legt skil­yrði að umsókn fylgdi stað­fest­ing fjár­mála­fyr­ir­tækis að slík könnun hefði farið fram með jákvæðri nið­ur­stöðu,“ segir Má og bætir við að þessu til viðbótar máttu umsækjendur ekki hafa brotið gegn fjármagnshöftunum eða vera til rannsóknar fyrir slík brot.

„Af ofan­greindu má ljóst vera að fjár­fest­ing­ar­leiðin var háð strang­ari skil­yrðum en átti við um annað inn­streymi. Þau sem ætl­uðu sér aðal­lega að flytja illa fengið fé til lands­ins voru því í betri stöðu til að fela slóð sína með því að fara eftir almennum leiðum sem opnar voru, Segir Már,“ sem segist þó ekki geta útilokað að illa fengið fé hafi sloppið í gegnum nálaraugu fjárfestingarleiðarinnar.

„Hafi peningaþvættisathugunum fjár­mála­fyr­ir­tækja í tengslum við fjár­fest­ing­ar­leið­ina verið ábóta­vant, sem ekki verður full­yrt um hér, staf­aði það ekki af hönnun fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar sem slíkrar og hefur þá lík­lega verið raunin í öðrum til­fellum einnig.“