Það er ekki að á­stæðu­lausu sem War­ren Buf­fett er oft nefndur vef­réttin frá Omaha en á­kvörðun hans um að fjár­festa í fimm verslunarfélögum í Japan árið 2020 virðist hafa komið á hár­réttum tíma.

Í lok ágúst 2020 greindi Berks­hire Hat­haway, fjár­festinga­fé­lag Buf­fets, frá 6 milljarða dala fjár­festingu í fimm japönskum verslunarfélögum sem sér­hæfa sig í milli­landa­fjár­festingum.

Bersk­hire keypti upp­haf­lega um 5% hlut í fé­lögunum fimm gegnum dóttur­fé­lag sitt National Indemnity en fé­lagið á nú um 9% hlut í hverju fé­lagi.

Það er ekki að á­stæðu­lausu sem War­ren Buf­fett er oft nefndur vef­réttin frá Omaha en á­kvörðun hans um að fjár­festa í fimm verslunarfélögum í Japan árið 2020 virðist hafa komið á hár­réttum tíma.

Í lok ágúst 2020 greindi Berks­hire Hat­haway, fjár­festinga­fé­lag Buf­fets, frá 6 milljarða dala fjár­festingu í fimm japönskum verslunarfélögum sem sér­hæfa sig í milli­landa­fjár­festingum.

Bersk­hire keypti upp­haf­lega um 5% hlut í fé­lögunum fimm gegnum dóttur­fé­lag sitt National Indemnity en fé­lagið á nú um 9% hlut í hverju fé­lagi.

Ávöxtun á bilinu 185% til 402%

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hefur S&P 500 vísi­talan í Banda­ríkjunum hækkað um 53% frá 28. ágúst 2020, þegar Buf­fett gekk frá kaupunum, en á sama tíma hefur á­vöxtun af fjár­festingum Buf­fets í Japans aukist tölu­vert meira.

Virði hlutar Buf­fets í ­fé­laginu Itochu hefur hækkað minnst af fé­lögunum fimm en hluturinn hefur hækkað um 185% á síðustu þremur árum.

Hlutur Buf­fets í Mar­u­beni hefur hækkað mest en hann hefur hækkað um 402% frá því að Buffett keypti í félaginu.

Staðan allt önnur þegar kaupin voru gerð

Sam­kvæmt árs­upp­gjöri Berks­hire sem birtist á laugar­daginn hefur fé­lagið hagnast um 8 milljarða Banda­ríkja­dali á kaupum í fé­lögunum fimm sem sam­svarar um 1.101 milljörðum ís­lenskra króna.

„Hann hefur grætt for­múgu á þessum fé­lögum,“ segir Eric Lynch framkvæmdastjóri Scharf Invest­ments í sam­tali við WSJ. „Þau hafa öll farið vel fram úr S&P.“

Það verður að teljast á­gætis á­vöxtun á rúmum á þremur árum en hluta­bréfa­markaðurinn í Japan er á mikilli siglingu þessa dagana og fór Nikkei 225 vísi­talan yfir 39.000 stig í fyrsta sinn í 34 ár í síðustu viku.

Varði sig gegn gengisáhættu

Þegar Buf­fett greindi frá fjár­festingum sínum í japönsku fé­lögunum var Nikkei vísi­talan um 40% lægri en hún er í dag.

Veiking japanska jensins hefur stuðlað að hækkun á hluta­bréfa­verði japanskra fé­laga líkt og Buf­fett greinir frá því í fjár­festa­bréfi helgarinnar að hann hafi byrjað að kaupa hluta­bréf í Japan sumarið 2019.

Þá gaf Buf­fett út skulda­bréf í japönskum jenum árið 2020 til að verja sig gegn gengis­sveiflum milli jensins og dollarans.