Fjárfestingar meðal Kínverja í Bandaríkjunum hafa dregist verulega saman frá því Donald Trump tók við forsetaembættinu í fyrsta sinn. Sérfræðingar telja að þessi þróun muni aðeins halda áfram nú þegar Trump er aftur orðinn forseti.
Samkvæmt nýjustu gögnum frá American Enterprise Institute námu kínverskir fjárfestasamningar í Bandaríkjunum aðeins 869 milljónum dala á fyrstu sex mánuðum ársins 2024, miðað við 1,66 milljarða dala árið 2023.
Til samanburðar námu slíkir fjárfestasamningar 46,86 milljörðum dala árið 2017 þegar Donald Trump tók fyrst við embættinu. Hann hefur nú undanfarið hótið viðbótartollum á allar innfluttar kínverskar vörur og sagði að tollarnir yrðu að veruleika fljótlega eftir embættistöku hans.
Rafiq Dossani, hagfræðingur hjá bandarísku hugveitunni RAND, segir í samtali við CNBC að það síðasta sem Trump sé hugsanlega að spá í væri að hvetja fleiri kínversk fyrirtæki til að fjárfesta í Bandaríkjunum.
„Það er mikið hugmyndafræðilegt misræmi í þessu. Allt þetta tal um að halda Kína frá Bandaríkjunum en að leyfa vörum þeirra að koma inn, sem eru ódýrar, en fyrir utan það, ekki láta þá koma inn.“