Danski hluta­bréfa­fjár­festirinn Christian Klar­skov hefur átt góðu gengi að fagna síðast­liðin ár en sam­kvæmt Børsen hafa fjár­festingar Klar­skov skilað um 800% á­vöxtun frá árinu 2019.

Í við­tali við danska við­skipta­miðilinn fer Klar­skov yfir fjár­festingar­ferilinn en þar segir hann að danska líf­tækni­fyrir­tækið Gen­mab hafi verið hans besta fjár­festing til þessa.

Áður en Klar­skov fór að fjár­festa á eigin spýtur var hann sjóð­stjóri hjá Nor­dea Bank en þar sýndi kollegi hans honum niður­stöður fyrsta stigs rann­sókna hjá Gen­mab árið 2012 fyrir lyf sem í dag heitir Darzalex.

„Ég gat því miður ekki fjár­fest mikið sjálfur meðan ég vann hjá Nor­eda en um leið og ég sagði upp störfum keypti ég helling af bréfum í Gen­mab,“ segir Klar­skov í samtali við Børsen.

Klarskov keypti í Genmab á genginu 71 danskar krónur og seldi þegar gengið var komið í yfir 2000 danskar krónur sem samsvarar um 2717% ávöxtun.

Hann segist þó hafa séð eftir því að hafa selt á þeim tímapunkti þar sem gengið rauk skömmu síðar í 3000 danskar krónur.

„Ég var smá ó­sáttur með sjálfan mig þar,“ segir Klar­skov en hann er þó þakk­látur fyrir að eiga ekki í fé­laginu í dag sem glímir við þó nokkrar á­skoranir um þessar mundir að hans sögn. Dagsloka­gengi Gen­mab í gær var 1.796 danskar krónur.

Klar­skov segir þó að sín allra versta fjár­festing hafi verið í fast­eigna­fé­laginu Sjælsø um svipað leyti en hann var þó full­með­vitaður um að fast­eigna­fé­lagið væri í tölu­verðum vand­ræðum þegar hann keypti í fé­laginu.

„Þetta var fjórum árum eftir efna­hags­hrunið og ég var að vonast eftir því að fé­lagið myndi lifa af en að lokum hættu bankar við að gefa þeim meiri lán og fé­lagið fór á hausinn,“ segir Klar­skov.

Hann segir að þrátt fyrir að hann væri með­vitaður um að fé­lagið gæti orðið gjald­þrota er Sjælsø á­gætis á­minning um að þú getir tapað öllu í hluta­bréfa­við­skiptum.

„Ég fæ á­minningu um þetta fé­lag á hverju ári þegar ég geri skatt­skýrsluna mína því ég þarf enn að merkja virði bréfanna í 0%.“

Hægt er að hlusta á við­tal Børsen við Klar­skov hér að neðan.