Umfangsmiklar breytingar á gjaldskyldu bílastæða í borginni voru samþykktar í borgarráði í lok júní og taka gildi síðar á árinu. Breytingin felur í sér að vikulegum gjaldskyldutímum fjölgar úr 51 í 82 á gjaldsvæðum 1 og 2 auk þess sem klukkustundargjald á gjaldsvæði 1, sem nær til um 20% gjaldskyldra stæða, hækkar úr 430 krónum í 600 krónur. Gjaldskylda fellur þó niður á laugardögum á gjaldsvæði 3 sem kemur til lækkunar.
Í svari Bílastæðasjóðs við fyrirspurn Viðskiptablaðsins kemur þó fram að ekki hafi farið fram nákvæm greining á fjárhagslegum áhrifum þar sem tilgangurinn snýr að stýringu á nýtingu bílastæða en ekki tekjuöflun. Ákvörðun um breytingar byggi á á talningum sem miða að því að kortleggja notkun á stæðunum í samræmi við verklagsreglur þar um. Ef nýtingin fer yfir 85% eða undir 60% þykir ástæða til að gera breytingar á gjaldskrá eða gjaldsvæði.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði