Tveir ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa sagt af sér og gagnrýnt framferði Boris Johnson forsætisráðherra. Um er að ræða Rishi Sunak fjármálaráðherra og Sajid Javid heilbrigðisráðherra.
Í færslu á Twitter segir Sunak að breskur almenningur ætlist réttilega til þess að ríkisstjórnin hegði sér „almennilega, af kostgæfni og alvarlega“. Hann segir þess virði að berjast fyrir þessum kröfum og því hafi hann ákveðið að segja af sér. Þá segist Javid ekki hafa getað starfað áfram með góðri samvisku.
Afsögn Sunak og Javid kemur í kjölfar þess að 148 þingmenn kusu með vantrauststillögu á Johnson í byrjun júní sem var þó felld af meirihluta þingsins. Þá bárust einnig fréttir í vikunni um að Johnson hefði skipað Chris Pincher í embætti varaformanns Íhaldsflokksins eftir að hafa fengið fregnir af kvörtunum um óviðeigandi hegðun.
The public rightly expect government to be conducted properly, competently and seriously.
— Rishi Sunak (@RishiSunak) July 5, 2022
I recognise this may be my last ministerial job, but I believe these standards are worth fighting for and that is why I am resigning.
My letter to the Prime Minister below. pic.twitter.com/vZ1APB1ik1
I have spoken to the Prime Minister to tender my resignation as Secretary of State for Health & Social Care.
— Sajid Javid (@sajidjavid) July 5, 2022
It has been an enormous privilege to serve in this role, but I regret that I can no longer continue in good conscience. pic.twitter.com/d5RBFGPqXp