Fjármálafréttamaðurinn Lou Dobbs, sem var þekktur fyrir íhaldssamar stjórnmálaskoðanir sínar og heitan stuðning við Donald Trump, er látinn 78 ára að aldri.

Dobbs byrjaði sem fréttamaður á CNN þegar stöðin fór í loftið árið 1980 og varð þáttarstjórnandi viðskiptaþáttarins Moneyline. Hann lenti síðan í átökum við fréttastöðina á efri árum fyrir að efast um bandarískan ríkisborgararétt Baracks Obama forseta.

Fjármálafréttamaðurinn Lou Dobbs, sem var þekktur fyrir íhaldssamar stjórnmálaskoðanir sínar og heitan stuðning við Donald Trump, er látinn 78 ára að aldri.

Dobbs byrjaði sem fréttamaður á CNN þegar stöðin fór í loftið árið 1980 og varð þáttarstjórnandi viðskiptaþáttarins Moneyline. Hann lenti síðan í átökum við fréttastöðina á efri árum fyrir að efast um bandarískan ríkisborgararétt Baracks Obama forseta.

Árið 2011 fór hann að vinna hjá Fox News og sá um þáttinn Lou Dobbs Tonight þar sem hann gagnrýndi vinstrisinnaða stjórnmálamenn og sagði meðal annars að kosningaúrslitin árið 2020 hefðu ekki verið lögmæt.

Bæði Fox News og CNN hafa gefið frá sér yfirlýsingar í kjölfarið og segja að þau séu mjög sorgmædd að hafa heyrt af andláti hans. Dobbs hlaut meðal annars Emmy-verðlaun árið 2005 og Peabody-verðlaun fyrir umfjöllun sína um hlutabréfamarkaðshrunið 1987.