Fjármálaleikarnir 2024 fóru fram í marsmánuði en það voru nemendur í 10. bekk Vogaskóla sem fóru með sigur af hólmi í þessari árlegri landskeppni grunnskóla í fjármálalæsi. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, afhenti nemendum skólans verðlaun fyrir árangurinn.

Nemendur um allt land svöruðu 48 fjölbreyttum spurningum í netleik sem hannaður var með þekkingarramma PISA í huga. Spurningarnar snérust meðal annars um vexti á lánum og sparnað, um hvað tryggingar snúast, lífeyrismál, skyldur á vinnumarkaði og lykilhugtök í rekstri heimilis.

Metþátttaka var í ár en en hátt í 1.800 nemendur frá 55 grunnskólum víðs vegar um landið tóku þátt í keppninni sem haldin var í sjöunda sinn. Tveir fulltrúar frá Vogaskóla munu svo halda til Brussel í vor til að taka þátt í Evrópukeppninni í fjármálalæsi.

„Kennarar segja að þegar kemur að fjármálalæsi þá séu það oft ólíklegustu nemendur sem sýna áhuga. Sumir sem hafa kannski lítinn áhuga á öðrum fögum bretta bara upp ermar þegar kemur að þessu og sjá kennarar allt aðra hlið á þeim,“ segir Kristín.

Nánar er fjallað um Fjármálavit í SFF blaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast viðtalið við Kristínu Lúðvíksdóttur í heild sinni hér.