Nem­endur á ung­linga­stigi geta frá og með morgundeginum tekið þátt í Fjár­mála­leikunum með því að svara fjöl­breyttum spurningum um fjár­mál ein­stak­linga.

Það eina sem nem­endur þurfa að að gera er að skrá sig til leiks þegar spilunar­tíminn hefst enn það er að skrá sig á vef­slóðinni fjarmala­leikar.is og gefa upp nafn, skóla og ár­gang.

Nem­endur á ung­linga­stigi geta frá og með morgundeginum tekið þátt í Fjár­mála­leikunum með því að svara fjöl­breyttum spurningum um fjár­mál ein­stak­linga.

Það eina sem nem­endur þurfa að að gera er að skrá sig til leiks þegar spilunar­tíminn hefst enn það er að skrá sig á vef­slóðinni fjarmala­leikar.is og gefa upp nafn, skóla og ár­gang.

Leikurinn, sem stendur yfir til 8. mars, er á vegum Fjár­mála­vits, fræðslu­vett­vangs með á­herslu á náms­efni í fjár­mála­læsi með þann til­gang að bæta fjár­mála­læsi ungs fólks.

Sigurskólinn fær titilinn Íslandsmeistari grunnskóla í fjármálalæsi auk þess sem efstu þrír skólar fá peningaverðlaun.

  1. Verðlaun – 200.000 kr.
  2. Verðlaun – 150.000 kr.
  3. Verðlaun – 150.000 kr.

Austur­bæjar­skóli sigraði í annað sinn í fyrra.

Sá skóli sem sigrar Fjár­mála­leikana til­nefnir tvo nem­endur til Brussel á­samt kennara til að taka þátt í úr­slitum Evrópu­keppninnar í fjár­mála­læsi 18. – 19. apríl 2024 sem er ár­leg keppni í fjár­mála­læsi milli grunn­skóla í Evrópu.

Evrópsku banka­sam­tökin standa að keppninni og eru full­trúar um þrjá­tíu Evrópu­landa sem taka þátt.

Tveir þátt­tak­endur af þeim sem klára allan leikinn verða dregnir úr potti og fá hvor um sig 30.000 kr.

Hægt er að lesa nánar um Fjármálaleikana hér.