Um miðjan janúar á­kvað Verð­bréfa­eftir­lit Banda­ríkjanna að veita starfs­leyfi fyrir Bitcoin-kaup­hallar­sjóði (e. ETF).

Gengi Bitcoin styrktist veru­lega og fór úr um 46 þúsund dölum í um 70 þúsund dali á þremur mánuðum.

Frá því leyfið var veitt hafa 11 Bitcoin-kaup­hallar­sjóðir litið dagsins ljós og er sam­eigin­legt inn­flæði um 13,8 milljarðar Banda­ríkja­dala sam­kvæmt nýrri skýrslu Cerrulli Associa­tes en Bar­rons greinir frá.

Um miðjan janúar á­kvað Verð­bréfa­eftir­lit Banda­ríkjanna að veita starfs­leyfi fyrir Bitcoin-kaup­hallar­sjóði (e. ETF).

Gengi Bitcoin styrktist veru­lega og fór úr um 46 þúsund dölum í um 70 þúsund dali á þremur mánuðum.

Frá því leyfið var veitt hafa 11 Bitcoin-kaup­hallar­sjóðir litið dagsins ljós og er sam­eigin­legt inn­flæði um 13,8 milljarðar Banda­ríkja­dala sam­kvæmt nýrri skýrslu Cerrulli Associa­tes en Bar­rons greinir frá.

Í skýrslu Cerrulli kemur þó fram að nær ekkert af inn­flæðinu sé til­komið vegna þess að fjár­mála­ráð­gjafar hafa mælt með kaupum í kaup­hallar­sjóðunum.

Meira en 1.500 fjár­mála­ráð­gjafar voru spurðir hvort þeir hafi mælt með kaupum í sjóðunum og sögðu einungis 2,6% þeirra já.

Einungis 12,6% segjast hafa rætt um raf­myntir, Bitcoin og Kaup­hallar­sjóðina við við­skipta­vini sína en í nær öllum til­fellum áttu við­skipta­vinirnir frum­kvæðið að sam­talinu.

Um 26% fjár­mála­ráð­gjafa sögðust ekki hafa rætt um raf­myntir við við­skipta­vini sína en úti­lokuðu ekki að gera það í fram­tíðinni.

Sam­kvæmt Bar­rons sýnir skýrslan skýrt bil milli á­huga fjár­festa á raf­myntum og á­huga fjár­mála­ráð­gjafa.