Rachel Reeves fjármálaráðherra Bretlands felldi tár rétt fyrir hádegið á meðan á fyrirspurnatíma forsætisráðherra stóð. Var það í kjölfar þess að Keir Starmer forsætisráðherra staðfesti ekki að hún myndi áfram gegna embætti fjármálaráðherra.
Forsætisráðherrann sagði í janúar á þessu ári að frú Reeves myndi gegna stöðu sinni út fimm ára kjörtímabilið fyrir Verkamannaflokkinn.
En Sir Keir endurtók ekki þá yfirlýsingu þegar Kemi Badenoch formaður Íhaldsflokksins spurði hann beint í neðri deild breska þingsins.
Badenoch beindi gagnrýni forsætisráðherrann og sagði að Reeves „mannlegan skjöld“ fyrir „vanhæfni“ Sir Keirs í meðferð sinni á velferðarmálinu umdeilda þar sem ætlunin er að spara 5 millarða punda á ári.
Sást til fjármálaráðherrans þurrka tár af andliti sínu á meðan á fyrirspurnatímanum stóð, þó ekki væri strax ljóst af hvaða ástæðu hún grét.
Badenoch bað Sir Keir að endurtaka fyrirheit Downing Street um framtíð fjármálaráðherrans.
Með bendingu í átt að Reeves sagði leiðtogi Íhaldsflokksins, „Hún lítur út fyrir að vera algerlega niðurdregin. Hún lítur út fyrir að vera algerlega niðurdregin. Þingmenn Verkamannaflokksins eru farnir að segja opinberlega að fjármálaráðherrann sé úti og raunveruleikinn er sá að hún er mannlegur skjöldur fyrir vanhæfni hans.
Í janúar sagði hann að hún yrði í embætti fram að næstu kosningum. Verður hún það í raun?“
Sir Keir svaraði og sneri út úr með því að vísa til fyrirspyrjandans.
„Hún [Badenoch] verður það sannarlega ekki. Ég verð að segja að ég verð alltaf glaður þegar hún spyr mig spurninga eða svarar ræðu, því hún klúðrar því jafnan gjörsamlega.“
Badenoch benti þá á að Sir Keir hefði ekki veitt tryggingu um framtíð fjármálaráðherrans. „Hversu hræðilegt er fyrir fjármálaráðherrann að hann getur ekki staðfest að hún verði áfram í embætti.“
Talsmaður fjármálaráðherrans sagði eftir fyrirspurnatímann að frú Reeves væri að fást við „einkamál“, og gaf þar með í skyn að það væri ástæða tilfinningalega uppnámsins í þingsalnum.
Lántökukostnaður breska ríkisins hækkaði skarpt í kjölfar vangaveltna um framtíð fjármálaráðherrans.
Ávöxtunarkrafa á 10 ára ríkisskuldabréfum – sú ávöxtun sem ríkisstjórnin lofar kaupendum skulda sinna – hækkaði um meira en 12 punkta, upp í 4,57%, eftir að frú Reeves sást gráta í neðri deild þingsins á meðan á fyrirspurnatíma forsætisráðherra stóð.
Til samanburðar hækkuðu frönsk ríkisvextir aðeins fjórðung þess hraða, og vaxtakostnaður bandaríska ríkisins hækkaði einungis um 5 punkta, upp í 4,29%, þrátt fyrir áhyggjur af skattalækkunaráformum Donalds Trump sem eru til umfjöllunar í Bandaríkjaþingi.