Fjár­mála­stjórar fyrir­tækja í Banda­ríkjunum eru sagðir vera í fullum undir­búningi fyrir yfir­vofandi vaxta­lækkun seðla­bankans um sex­leytið í dag.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hafa fjöl­mörg fyrir­tæki notið góðs af háum inn­láns­vöxtum síðustu ár en vaxta­hækkunar­ferli seðla­bankans hófst fyrir rúmum tveimur árum.

Að sögn WSJ munu fjár­mála­stjórar ekki láta eftir þennan tekjulið svona auð­veld­lega og má búast við því að stærri fyrir­tæki muni krefjast þess að við­skipta­bankar þeirra haldi inn­láns­vöxtum ó­breyttum í ein­hvern tíma.

Sam­kvæmt banda­ríska við­skipta­tíma­ritinu er einnig búist við miklu inn­flæði í peninga­markaðs­sjóði en þeir endur­verð­leggjast mun hægar en aðrar skamm­tíma­fjár­festingar.

Eigið fé fyrir­tækja vestan­hafs var fremur hátt eftir far­aldurinn vegna til­tölu­legrar efna­hags­legrar ó­vissu en þau sem drógu úr fjár­festingum og héldu í hand­bært fé hafa hagnast dug­lega á því í há­vaxtar­um­hverfi síðustu ára.

Skamm­tíma­fjár­festingar og hand­bært fé jókst um 4% meðal fyrir­tækja í S&P 500 á öðrum árs­fjórðungi í saman­burði við sama tíma­bil í fyrra og nam 8 billjónum (e. trillion) dala við lok tíma­bilsins.

Vaxta- og fjár­festinga­tekjur námu 19,4 milljörðum dala á fjórðungnum sem er um fjór­falt meira en á sama tíma­bili í fyrra sam­kvæmt S&P Global Market Intelli­gence.

Meðal­tals­á­vöxtum á peninga­markaðs­sjóðum í Banda­ríkjunum stóð í 5,06% á mánu­daginn. Á­vöxtunar­krafan á þriggja mánaða ríkis­skulda­bréfum var 4,854% og stóðu tveggja ára bréfin í 3,601%.