Anastasiya Pasterick, fjármálastjóri rafbílaframleiðandans Nikola, hefur sagt starfi sínu lausu eftir aðeins nokkra mánuði í starfi.
Í tilkynningu frá rafbílaframleiðandanum kemur fram að leitin af eftirmanni hennar sé þegar hafin. Pasterick tók við fjármálastjórastöðunni af Kim J. Brady í apríl sl. og entist því aðeins í rúmlega hálft ár í starfi.
Fyrir um tveimur mánuðum síðan var greint frá ráðningu Mary Chan í stöðu rekstrarstjóra hjá Nikola en hún starfaði áður sem stjórnandi hjá General Motors.
Þá greindi rafbílaframleiðandinn frá því að innköllun á flestum rafvörubílum sem hann hefur framleitt, sem ráðist var í í ágúst, muni kosta félagið um 62 milljónir dala.