Geir Kristins­son, eig­andi GK Fjár­mála, bendir þeim fjölmörgu Ís­lendingum sem keyptu í Ís­lands­banka nýverið á ágætis ráð, vilji þeir halda áfram að fjár­festa í hluta­bréfum.

Yfir 31.000 ein­staklingar tóku þátt í út­boði ríkisins á hlutum í Ís­lands­banka í A-bókinni á genginu 106,56 og margir hverjir eru væntan­lega virkir fjár­festar en aðrir að kaupa hluta­bréf í fyrsta sinn.

Í pistli á Lin­kedin bendir Geir þeim á að það gæti verið hentugt að setja hluta­bréfa­eignir inn í sérfélag ef fólk hefur hug á frekari fjár­festingum.

Ef ein­stak­lingur keypti fyrir tvær milljónir í út­boðinu, stofnar einka­hluta­félag og fram­selur því bréfin á sama gengi, gæti hann síðar selt þau með 10% hagnaði en tekið út upp­runa­lega fjár­festingu sem skuld við eig­anda, án skatt­greiðslu.

Hagnaðurinn, í þessu til­viki 200 þúsund krónur, myndi áfram liggja eftir í félaginu til frekari fjár­festinga.

Til þess að þetta gangi upp þarf m.a. að sækja um LEI-kóða og opna vörslu­reikning í nafni félagsins.

LEI-kóðar (Legal Entity Identifi­er) eru áskildir fyrir alla lögaðila sem taka þátt í fjár­mála­við­skiptum reglu­lega og kaupa hluta­bréf, verðbréf og önnur bréf.

„Dæmi: Ein­stak­lingur keypti fyrir 2 milljónir í út­boðinu.

1️⃣ Stofnar ehf.
2️⃣ Sækir um LEI-kóða og opnar vörslu­reikning.
3️⃣ Fram­selur bréfin á sama gengi (106,56).
4️⃣ Félagið selur síðar bréfin með 10% hagnaði.
5️⃣ Eig­andinn tekur út 2 milljónir skatt­frjálst (skuld við eig­anda).
6️⃣ Hagnaðurinn, 200 þús, er eftir í félaginu til áfram­haldandi fjár­festinga

Þetta passar ekkert endi­lega fyrir alla en ágætt að vita af mögu­leikanum,“ skrifar Geir.