Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi, keypti hlutabréf í smásölufyrirtækinu í dag fyrir 28,2 milljónir króna. Alls keypti hann 150 þúsund hluti í Festi á genginu 188 krónur á hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Magnús hefur verið fjármálastjóri Festi frá árinu 2019. Hann gegnir einnig stöðu forstjóra samstæðunnar tímabundið á meðan Ásta S. Fjeldsted er í fæðingarorlofi. Áður en Magnús hóf störf hjá Festi hafði hann gengt stöðu framkvæmdastjóra Fjárvakurs, dótturfélags Icelandair, frá árinu 2003.

Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður hjá Festi, keypti einnig hlutabréf í Festi fyrir 9,7 milljónir króna á þriðjudaginn síðasta.