Stefán Þór Björnsson, fjármálastjóri Solid Clouds, keypti hlutabréf í tölvuleikjafyrirtækinu fyrir 1,8 milljónir króna í dag. Gengið í viðskiptunum var 2,0 krónur á hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Stefán Þór Björnsson, fjármálastjóri Solid Clouds, keypti hlutabréf í tölvuleikjafyrirtækinu fyrir 1,8 milljónir króna í dag. Gengið í viðskiptunum var 2,0 krónur á hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Stefán er næst stærsti hluthafi félagsins með tæplega 23 milljónir hluta, eða um 7,0% eignarhlut sem er um 46 milljónir króna að markaðsvirði. Einungis Festa lífeyrissjóður á stærri hlut en sjóðurinn fer með 8,1% eignarhlut.

Solid Clouds var skráð á First North-markaðinn í júlí 2021 að undangengnu almennu hlutafjárútboði þar sem félagið sótti 725 milljónir króna. Útboðsgengi í frumútboðinu var 12,5 krónur á hlut.

Félagið sótti 295 milljónir króna í fjármögnunarlotu sem lauk í febrúar síðastliðnum þar sem útgáfuverðið var 2 krónur á hlut.

Solid Clouds síðastliðin ár þróað leikinn Starborne Frontiers sem var formlega gefinn út síðasta vor. Í leiknum stýra spilarar flota af geimskipum í bardögum sem reyna á taktíska hæfileika og útsjónarsemi.