Langtímaskuldaálag breska ríkisins hefur ekki verið hærri í nokkra áratugi í aðdraganda útboðs á skuldabréfum til 30 ára.
Ávöxtunarkrafan (eða vextirnir) á 30 ára bréfunum hækkaði um þrjá punkta í morgun og fór upp í 5,21% í morgun. Krafan stendur í 5,19% þegar þetta er skrifað en krafan rauk upp rétt áður en útboð á skuldabréfum fyrir 2,25 milljarða punda hófst.
Bresk ríkisskuldabréf hafa verið undir þrýstingi síðastliðna mánuði vegna áhyggja fjárfesta af vaxandi skuldastöðu landsins.
Verkamannaflokkurinn, sem hefur verið við völd frá því í júlí, tilkynnti nýverið um áform sín um að selja næstum metfjölda skuldabréfa á þessu fjárlagaári til að loka fjárhagsgötum.
Einnig hafa væntingar um færri vaxtalækkanir Englandsbanka á árinu haft neikvæð áhrif á skuldabréfamarkaðinn.
Fjárfestar reikna nú með tveimur lækkunum um 0,25 prósentustig á þessu ári, samanborið við þrjár sem voru væntanlegar í byrjun desember.
Rise in long-end Treasury yields goes global. JGB 30y yields rise to highest since 2010. UK 30y gilt yields approach 5.20% - levels not seen in 25 years. UK gov'ts fiscal headroom eroded further as Labor gov't attempts a near record sale of borrowing this fiscal year pic.twitter.com/OqLwWYp9KT
— Valerie Tytel (@ValerieTytel) January 7, 2025