WOM, fjarskiptafyrirtæki í Chile í eigu Novator, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, sótti um greiðsluskjól í Bandaríkjunum (e. Chapter 11 bankruptcy) í gær eftir að félaginu tókst ekki að endurfjármagna 348 milljóna dala skuld, eða sem nemur um 49 milljörðum króna, sem er á gjalddaga í nóvember næstkomandi.

WOM, fjarskiptafyrirtæki í Chile í eigu Novator, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, sótti um greiðsluskjól í Bandaríkjunum (e. Chapter 11 bankruptcy) í gær eftir að félaginu tókst ekki að endurfjármagna 348 milljóna dala skuld, eða sem nemur um 49 milljörðum króna, sem er á gjalddaga í nóvember næstkomandi.

Félagið tilkynnti samhliða þessu að það hefði tryggt sér 200 milljóna dala fjármögnunarlínu frá JPMorgan Chase.

Greiðsluskjól gerir félaginu kleift að halda rekstri sínum gangandi á meðan það vinnur að samkomulagi við kröfuhafa. Skuldir WOM námu samtals 1,8 milljörðum dala í árslok 2023.

„Upphaf þessa ferlis gefur ekki til kynna eignasölu eða gjaldþrot hjá félaginu. Það gefur WOM hins vegar tækifæri til að vinna með kröfuhöfum og öðrum haghöfum, leita að nýjum fjármögnunarleiðum og styrkja fjárhagsstöðuna til að styðja við rekstrarhæfi til lengri tíma,“ segir í tilkynningu sem félagið sendi frá sér á mánudaginn.

Novator kom WOM á laggirnar í Chile árið 2015 eftir að hafa keypt Nextel, fremur smátt fjarskiptafyrirtæki þar í landi með liðlega 1% markaðshlutdeild. Vel gekk að byggja upp félagið með sambærilegum hætti og Novator hafði gert áður með Play í Póllandi og Nova á Íslandi. WOM Chile er í dag með yfir 8 milljónir viðskiptavina og um 25% markaðshlutdeild.

Fjallað er nánar um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér og greinina í heild sinni hér.