Fjórir einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2023 sem veitt voru veitt í dag við hátíðlega athöfn á Nauthól að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum en þetta er í fjórtánda sinn sem þau eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2023 eru eftirtaldir:
- Í flokki yfirstjórnenda - Jón Björnsson, forstjóri Origo.
- Í flokki millistjórnenda - Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech og Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðssviðs hjá Icelandair.
- Í flokki framkvöðla - Finnur Pind, stofnandi og forstjóri Treble Technologies.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og örva umræðu um faglega stjórnun.
Í dómnefnd sátu:
- Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
- Friðrik Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Verna
- Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
- Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs
- Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
- Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá PayAnalytics
- Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
- Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi