Lagardére travel retail, sem rekur fjölda veitingastaða á Keflavíkurflugvelli, velti 4,1 milljarði króna í fyrra.

Jókst veltan um 27% milli ára. Á sama tíma dróst hagnaður saman um tæp 30% milli ára, nam 205 milljónum.

Nú á dögunum opnuðu þrír veitingastaðir í brottfararsalnum á Keflavíkurflugvelli, á veitingasvæðinu Aðalstræti sem Lagardére rekur. Þar má finna hamborgarastaðinn Yuzu, ítalska veitingastaðinn La Trattoria og mexíkóska matstaðinn Zócalo. Sveinn Rafn Eiðsson er forstjóri félagsins.

Lagardère travel retail ehf.

2023 2022
Sala 4.114 3.247
Launakostnaður 1.309 949
Eigið fé 566 661
Hagnaður 205 291
Lykiltölur í milljónum króna.