Lagardére travel retail, sem rekur fjölda veitingastaða á Keflavíkurflugvelli, velti 4,1 milljarði króna í fyrra.
Jókst veltan um 27% milli ára. Á sama tíma dróst hagnaður saman um tæp 30% milli ára, nam 205 milljónum.
Nú á dögunum opnuðu þrír veitingastaðir í brottfararsalnum á Keflavíkurflugvelli, á veitingasvæðinu Aðalstræti sem Lagardére rekur. Þar má finna hamborgarastaðinn Yuzu, ítalska veitingastaðinn La Trattoria og mexíkóska matstaðinn Zócalo. Sveinn Rafn Eiðsson er forstjóri félagsins.
Lagardère travel retail ehf.
2022 |
---|
3.247 |
949 |
661 |
291 |