Gríðar­leg gróska er í flóknum skulda­bréfa­vafningum vestan­hafs um þessar mundir og hafa stóru fjár­festinga­bankarnir verið að setja saman alls kyns skuldir og lán með ný­stár­legum hætti.

Fyrr í þessum mánuði seldi Gold­man Sachs hlut­deildar­skír­teini að and­virði 475 milljónir í svo­kallaðan ABS-vafning (e. public asset-backed secu­ritization) en um er að ræða skulda­bréf sem eru tryggð með lánum sem bankinn veitir sjóð­stjórum til að brúa bilið meðan sjóðir sækja fjár­magn frá fjár­festum.

Um er að ræða fyrsta skulda­bréfa­vafning sinnar tegundar en sam­kvæmt The Wall Street Journal er um að ræða arð­bæra af­urð sem fjár­festinga­bankarnir geta nýtt sér meðan þeir auka lán­veitingar til fjár­festinga­fyrir­tækja.

Rétt er að taka fram að skulda­bréfa­vafningur er fjár­mála­gerningur sem hefur það að mark­miði að mæta greiðslu­falls­á­hættu sem út­lána­aðili stendur frammi fyrir vegna greiðslu­falls mót­aðila.

Sam­kvæmt WSJ endur­speglar ABS í raun tvær sviðs­myndir sem hafa verið að þróast á fjár­mála­mörkuðum. Stórir einka­fjár­festar og fjár­festinga­sjóðir eru að færast ofar í goggunar­röð bankanna og þurfa þeir fjár­magn með meiri hraða en áður. Bankarnir eru síðan sem fyrr að að­laga sig að þessu viðskiptaumhverfi.

Sam­kvæmt banka­starfs­mönnum sem WSJ ræddi við munu ABS-samningar hjálpa þeim að þjóna við­skipta­vinum sínum á öruggan hátt meðan bankinn tekur háar þóknanir fyrir þjónustuna.

Það er þó vert að nefna að auð­fengið fé með háum þóknunum hjá fjárfestingabanka hefur oftar en einu sinni verið undan­fari bólu á markaði.

Efa­semda­menn segja þessa nýju af­leiðu í raun ekki ó­svipuð þeim skulda­bréfa­vafningum (e. colla­tera­lized debt obligation, CDO) sem áttu stóran þátt í efna­hags­hruninu árið 2008.

Svo­kallaðir gervi­vafningar (e. synt­hetic colla­tera­lized debt obligation), sem er eins konar blanda af skulda­bréfa­vafningi og skulda­tryggingu (e. credit d­efault swap), spilaði þar einnig rullu en slíkir vafningar voru eitt vin­sælasta form skulda­af­leiðna fyrir hrun.

Sam­kvæmt WSJ er veltan með ABS og aðrar ný­stár­legar skulda­af­leiður voða lítil um þessar mundir en engu að síður eru þau að flækja við­skipti banka (selj­enda) og fjár­festa (kaup­enda) tölu­vert og eiga grein­endur, eftir­lits­aðilar og aðrir erfitt með að skilja af­leiðurnar sem eru að ganga kaupum og sölum.

„Það er gaum­gæfi­leg skoðun í gangi á mögu­leikanum að þessi einka­við­skipti geti smitað banka­kerfið í heild,“ segir Roy Chou­dhury, fram­kvæmda­stjóri Boston Consulting Group, í sam­tali við WSJ en hann hefur verið að sinna ráð­gjöf í þessum af­leiðu­við­skiptum.