Nas­daq Iceland mun fjölga félögum í Úrvalsvísitölunni frá tíu upp í allt að fimm­tán fé­lög núna um ára­mótin, sam­kvæmt til­kynningu frá vísi­tölu­deild Nas­daq.

Mæli­kvörðum fyrir vali í vísi­töluna hefur þá einnig verið breytt og endur­speglar vísi­talan nú bæði seljan­leika og stærð.

„Breytingin miðar að því að vísi­talan nái utan um 80% af flot­leið­réttu markaðs­virði og endur­spegli þannig betur seljan­legustu fyrir­tækin á markaði. Breytingin tekur gildi við opnun markaða 2. janúar 2024 í tengslum við venju­bundna hálfs­ár­sendur­skoðun á sam­setningu vísi­tölunnar,“ segir í til­kynningu til fjöl­miðla.

Á sama tíma breytist nafn og auð­kenni vísi­tölunnar til þess að endur­spegla aukinn fjölda fé­laga. Nýtt nafn vísi­tölunnar verður OMX Iceland 15 (OMXI15).

OMX Iceland 15 vísi­talan verður þannig Úr­vals­vísi­tala Nas­daq Iceland sam­sett af þeim fimm­tán stærstu fé­lögum sem mest við­skipti eru með á hluta­bréfa­markaði Nas­daq Iceland.

Endur­skoðun á sér stað tvisvar á ári og tekur ný sam­setning vísi­tölunnar gildi í janúar og júlí ár hvert.