Fjögur þúsund starfsmenn bandaríska bílaframleiðandans Mack Trucks slógust fyrr í vikunni í hóp starfsmanna annarra bílaframleiðanda sem hafa verið í verkfalli í tæpan mánuð.
Verkalýðsfélag starfsmanna í bílaiðnaði, UAW, höfðu náð samningi við Mack Trucks sem kvað meðal annars á um 19% launahækkanir yfir fimm ára tímabil en starfsmenn höfnuðu samningnum um helgina.
Starfsmenn fyrirtækisins í Pennsylvaníu, Maryland og Flórída hófu því verkfall á mánudag en þeir bætast í hóp um 25 þúsund starfsmenn General Motors, Ford Motor og Stellantis, framleiðanda Chrysler, Jeep og Ram, sem hafa verið í verkfalli frá því um miðjan september.
Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér.