Stjórn Al­vot­ech á­kvað í gær að veita á­kveðnum stjórnar­mönnum kaup­rétti fyrir alls 109.524 hlutum í Al­vot­ech. Kaup­réttirnir voru veittir fjórum ó­háðum stjórnar­mönnum, sam­kvæmt til­kynningu frá fyrir­tækinu.

„Kaup­réttar­samningunum er ætlað að sam­tvinna hags­muni stjórnar­manna og Al­vot­ech til lengri tíma. Skil­málar samninganna eru í sam­ræmi við kaup­réttar­kerfi sem sam­þykkt var á aðal­fundi Al­vot­ech þann 6. júní 2023 og í sam­ræmi við starfs­kjara­stefnu fé­lagsins sem sam­þykkt var á sama aðal­fundi,“ segir þar enn fremur.

Megin­efni kaup­réttar­samninganna er eftir­farandi:

  • Veittur er kaup­réttur á hluta­bréfum á við­miðunar­verðinu 8.40 Banda­ríkja­dalir á hlut. (Kaup­réttar­gengið er á­kvarðað út frá skráðu gengi hluta­bréfa Al­vot­ech (Nas­daq:ALVO) sem birt var á vefnum nas­daq.com við opnun markaðarins í gær.)
  • Á­vinnslu­tími er þrjú ár frá út­hlutun kaup­réttanna, þ.e. þriðjungur kaup­réttanna virkjast á hverju ári sem liðið er frá út­hlutun. Við­miðunar­verð ræðst af gengi hluta­bréfa Al­vot­ech á aðal­fundar­degi, þegar út­hlutunin átti sér stað.
  • Rétt­hafi þarf að sitja í stjórn Al­vot­ech til að geta nýtt kaup­réttinn.

Um er að ræða fyrstu út­hlutun Al­vot­ech á kaup­réttum.

Heildar­fjöldi úti­standandi kaup­rétta sem Al­vot­ech hefur veitt er því jafn þeim fjölda kaup­rétta sem veittir voru stjórnar­mönnum þann 6. júní 2023.