Fjórir óháðir stjórnarmenn Alvotech fengu úthlutað nýjum kaupréttum á aðalfundi líftæknilyfjafyrirtækisins í síðustu viku.
Hver stjórnarmaður fékk rétt til kaupa á alls 24.784 hlutum í Alvotech, þ.e. hluti að markaðsvirði 27 milljónir króna miðað við núverandi markaðsgengi félagsins. Viðmiðunarverð kaupréttanna er 9,28 dalir á hlut, eða ríflega 1.125 krónur á hlut.
Umræddir stjórnarmenn eru Hjörleifur Pálsson, Ann Merchant, Lisa Graver og Richard Davies.
Úthlutun kauprétta er í samræmi við starfskjarastefnu sem samþykkt var á aðalfundi Alvotech þann í júní 2023. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttarkerfi sem staðfest var á aðalfundi Alvotech í júní 2022.
„Kaupréttarsamningunum er ætlað að samtvinna hagsmuni stjórnarmanna og Alvotech til lengri tíma,“ segir í tilkynningu Alvotech til Kauphallarinnar.
Ávinnslutími kaupréttanna er þrjú ár frá úthlutun kaupréttanna, þ.e. þriðjungur kaupréttanna virkjast á hverju ári sem liðið er frá úthlutun. Rétthafi þarf að sitja í stjórn Alvotech til að geta nýtt kaupréttinn.
Auk ofangreindra kauprétta fengu sömu fjórir stjórnarmenn afhent áunnin hlutabréfaréttindi (e. Restricted Share Units; RSU) sem var áður úthlutað á grundvelli kaupréttarkerfisins.
Afhending áunninna hlutabréfaréttinda
Markaðsvirði |
6,5 m.kr. |
14,5 m.kr. |
14,5 m.kr. |
14,5 m.kr. |