Ráðgjafafyrirtækið Góð samskipti, sem er í eigu almannatengilsins Andrésar Jónssonar, hefur tekið saman lista yfir fjörtíu íslenskar vonarstjörnur í viðskiptalífinu víða um heim. Ástæða listans er að vekja athygli á Íslendingum sem eru að standa sig vel erlendis en einstaklingarnir eru allir á þrítugs- og fertugsaldri.

Sjá einnig: Fjörutíu Íslendingar á uppleið erlendis

Margir aðilar á listanum hafa nýverið hafið starfsferil eftir nám í sumum af bestu háskólum heims og aðrir eru þegar komnir á góðan stað hjá þekktum alþjóðlegum fyrirtækjum.

Fram kemur að tilnefningarnar koma meðal annars frá stjórnendum heima og erlendis, frá fyrrum samstarfsfólki og námsfélögum og einnig sendiherrum og starfsfólki sendiráða Íslands um allan heim. Vonarstjörnurnar hér að neðan er meðal annars fólk sem var tilnefnt á 40/40 listann hjá Góðum samskiptum í sumar en enduðu ekki á aðallistanum.

Hér að neðan má sjá listann í heild sinni en nánari upplýsingar um hvern og einn má finna á Medium síðu Góðra samskipta.

 • Alma Guðný Árnadóttir (28) greinandi hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Accenture í Danmörku
 • Aníta Hlynsdóttir (31) hugbúnaðarverkfræðingur hjá Thought Machine
 • Arnþór Axelsson (29) ráðgjafi hjá endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu Ernst&Young (EY)
 • Berglind Halldórsdóttir (30) greinandi (desk quant) hjá Nordea bankanum
 • Birgitta Sigurðardóttir (27) vörumerkjastjóri hjá Innocent drykkjarvöruframleiðandanum
 • Birna Helga Jóhannesdóttir (25) ráðgjafi (associate) hjá Boston Consulting Group í Danmörku
 • Björn Atli Axelsson (32) framkvæmdastjóri hjá Prospect Capital Management í New York
 • Davíð Örn Kjartansson (29) ráðgjafi hjá Efficio Consulting í New York
 • Diljá Helgadóttir (25) fulltrúi hjá lögmannsstofunni Van Bael & Bellis í London
 • Eva Sigurbjörg Þorkelsdóttir (31) ráðgjafi hjá Deloitte í Danmörku
 • Guðrún Hauksdóttir (28) hugbúnaðarsérfræðingur hjá Goldman Sachs bankanum í London
 • Guðrún Ólöf Olsen (28) lögmaður hjá NJORD lögmannsstofu í Kaupmannahöfn
 • Guðrún Reynisdóttir (29) gagnasérfræðingur hjá stórfyrirtækinu A.P Moller Maersk í Kaupmannahöfn
 • Guðbergur Geir Erlendsson (34) stýrir hugbúnaðarþróun hjá Tinder
 • Hafsteinn Þór Guðjónsson (30) stjórnunarráðgjafi hjá Implement Consulting Group
 • Hanna Sigríður Tryggvadóttir (29) assistant manager hjá The Estée Lauder Companies Inc. í New York
 • Helga Bjarnadóttir (32) ráðgjafi hjá Accenture ráðgjafarfyrirtækinu í Kaupmannahöfn
 • Hrafnhildur Sigurðardóttir (33) Manager of commercial systems hjá Falcon.io vefþjónustufyrirtækinu í Kaupmannahöfn
 • Jón Áskell Þorbjarnarson (27) sérfræðingur hjá McKinsey í Kaupmannahöfn
 • Jón Egilsson (33) hugbúnaðarverkfræðingur hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu BCG í Kaupmannahöfn
 • Katrín Kristjánsdóttir (32) ráðgjafi hjá Center for Product Customization í Kaupmannahöfn
 • Matthías Jónsson (24) sérfræðingur (associate) hjá Morgan Stanley í New York
 • Ólafur Guðmundsson (36) hugbúnaðarverkfræðingur hjá Pinterest í San Francisco
 • Páll Aðalsteinsson (31) framkvæmdastjóri hjá Hudson Advisors L.P., eignastýringafyrirtæki í New York
 • Rebekka Rut Gunnarsdóttir (29) ráðgjafi hjá Ernst&Young (EY) í Danmörku
 • Rúnar Guðbjartsson (30), vöruhönnuður hjá WeWork í New York
 • Sara Kristjánsdóttir (27) hugbúnaðarverkfræðingur hjá Microsoft í Chicago
 • Sigurður Tómasson (28), ráðgjafi hjá McKinsey í Kaupmannahöfn
 • Stefán Geir Sigfússon (29) framkvæmdarstjóri hjá Saxo Bank í Danmörku
 • Steinunn Eyja Gauksdóttir (29) mannauðsstjóri hjá Spiir og Nordic API Gateway í Kaupmannahöfn
 • Stefanía Ellingsen (29), lögfræðingur hjá L´oréal í Noregi, starfandi í höfuðstöðvunum í Kaupmannahöfn
 • Sunneva Sverrisdóttir (28) viðskiptastjóri hjá CO/PLUS í Kaupmannahöfn
 • Sveinn Friðrik Gunnlaugsson (35) framkvæmdastjóri hjá Barclays bankanumí London
 • Trausti Sæmundsson (31) hugbúnaðarverkfræðingur hjá Google í San Francisco
 • Tryggvi Guðmundsson (37) hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington DC
 • Víðir Þór Rúnarsson (28) ráðgjafi hjá McKinsey í Stokkhólmi
 • Þórarinn Már Kristjánsson (28) senior ráðgjafi hjá Roland Berger ráðgjafarfyrirtækinu í Bandaríkjunum
 • Þorbjörg Pétursdóttir (27) hugbúnaðarverkfræðingur hjá Team Consulting í Cambridge í Bretlandi
 • Þorkell Eyjólfsson (29) verkefnastjóri (manager) hjá Ernst & Young (EY) í San Jose í Kaliforníu
 • Þorsteinn Jökull G. Nielsen (29) senior ráðgjafi hjá endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu Ernst & Young (EY) í New York