Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, tilkynnti í morgun um nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum. Reglunum er ætlað að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu.

Daði Már segist í samtali við Viðskiptablaðið vera stoltur og ánægður yfir því að tilkynna um þessar breytingar. Hann hafi lengi talið þetta vera skynsamlega ráðstöfun og segir þetta raunar vera hugmynd sem rekja megi til Viðreisnar.

„Hinn almenni borgari hefur kannski litla hagsmuni af því hvort að stjórnarmenn séu valdir með einni eða annarri aðferð. Á meðan eru hugsanlega þeir sem hafa viljað viðhalda eldra fyrirkomulaginu fáir og með mikla hagsmuni. Það gerist oft að almenningur tapar í slíkum slag - en ekki núna.“

„Ekki meiriháttar óþægindi”

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði