Sjálf­bærnis­reglu­verk síðustu ára hefur skapað næstum nýja at­vinnu­grein en endur­skoð­enda­fyrir­tæki, lög­manns­stofur og aðrir sér­fræðingar í sjálf­bærni­málum hafa verið að veita ráð­gjöf í tengslum við reglu­verkið.

Margrét Helga Guð­munds­dóttir, verk­efna­stjóri í sjálf­bærni- og loft­lags­málum hjá Deloitte, segir að það hafi verið nóg að gera hjá endur­skoð­enda­fyrir­tækinu að veita ráð­gjöf í tengslum við EU Taxono­my eða flokkunar­reglu­gerðina eins og hún er kölluð í dag­legu tali.

„Við þurfum að gefa þessu smá tíma fyrir rykið til að setjast í tengslum við flokkunar­reglu­gerðina. Það eru svo sem ekki aðrar á­skoranir þannig séð hér á Ís­landi en í Evrópu. Þetta er auð­vitað flókið enda ný lög­gjöf og það hefur verið skortur á leið­beiningum frá stjórn­völdum. Það er á­kveðið flækju­stig sem fylgir en það eru sér­ís­lenskar á­skoranir sem fylgja ó­inn­leiddum EES-gerðum.“

Sjálf­bærnis­reglu­verk síðustu ára hefur skapað næstum nýja at­vinnu­grein en endur­skoð­enda­fyrir­tæki, lög­manns­stofur og aðrir sér­fræðingar í sjálf­bærni­málum hafa verið að veita ráð­gjöf í tengslum við reglu­verkið.

Margrét Helga Guð­munds­dóttir, verk­efna­stjóri í sjálf­bærni- og loft­lags­málum hjá Deloitte, segir að það hafi verið nóg að gera hjá endur­skoð­enda­fyrir­tækinu að veita ráð­gjöf í tengslum við EU Taxono­my eða flokkunar­reglu­gerðina eins og hún er kölluð í dag­legu tali.

„Við þurfum að gefa þessu smá tíma fyrir rykið til að setjast í tengslum við flokkunar­reglu­gerðina. Það eru svo sem ekki aðrar á­skoranir þannig séð hér á Ís­landi en í Evrópu. Þetta er auð­vitað flókið enda ný lög­gjöf og það hefur verið skortur á leið­beiningum frá stjórn­völdum. Það er á­kveðið flækju­stig sem fylgir en það eru sér­ís­lenskar á­skoranir sem fylgja ó­inn­leiddum EES-gerðum.“

Fyrirtæki skilja flokkunarreglugerðina illa

Spurð um hvort ráð­gjöf Deloitte á þessu sviði sé að aukast, segir Margrét Helga svo vera og þá sér­stak­lega á meðan fyrir­tæki eru að koma sér af stað.

„Í rann­sókn sem gerð var við Há­skólann í Lundi var komist að þeirri niður­stöðu að flækju­stigið væri það hátt að fyrir­tæki ættu í erfið­leikum með að skilja flokkunar­reglu­gerðina án að­stoðar og eru því flest að treysta á utan­að­komandi ráð­gjöf. Þannig að þetta eru bæði fyrir­tæki er­lendis og hérna heima sem glíma við á­skoranir.“

„Þessar reglu­gerðir sem eru að koma á fyrir­tæki í tengslum við sjálf­bær fjár­mál. Þetta er allt bara frekar nýtt og tekur tíma að lagast. Við erum í að­lögun og verðum að sýna okkur smá mildi bara á meðan.“

Slæm á­hrif á sam­keppnis­hæfni

Margrét Helga skrifaði um inn­leiðingar­hallann af af­leiddum reglu­gerðum sem fylgja flokkunar­reglunni í Við­skipta­blaðið í lok árs 2023 en þar segir hún að ef fyrir­tæki geta ekki upp­fyllt þær kröfur sem koma fram í tækni­legu matsvið­miðunum vegna skorts á inn­leiðingu og leið­beiningum frá stjórn­völdum leiði það til þess að fyrir­tækjum verði sá kostur nauðugur að stjörnu­merkja stóran hluta sjálf­bærnis­upp­lýsinga­gjafar sinnar. Mun það vera vegna á­stæðna sem þeim verður á engan hátt um kennt, eða upp­lýsa út frá ó­saman­burðar­hæfum for­sendum sem ekki standast kröfur,“ skrifaði Margrét Helga.

„Það mun síðan smita út frá sér í upp­lýsinga­gjöf aðila á fjár­mála­markaði sam­kvæmt SFDR, draga úr trú­verðug­leika upp­lýsinga­gjafar Ís­lands og eyði­leggja saman­burð ís­lenskra fyrir­tækja við sam­keppnis­aðila er­lendis. Slíkt getur haft nei­kvæð á­hrif á sam­keppnis­hæfni og mögu­lega fjár­mögnunar­kjör ís­lenskra fyrir­tækja á evrópskum mörkuðum,“ skrifaði Margrét Helga.