Dóttur­fé­lag sænska raf­hlöðu­fram­leiðandans Nort­hvolt, sem átti að sjá um stækkun á risa­verk­smiðju fé­lagsins í norður­hluta Sví­þjóðar, hefur sótt um gjald­þrota­skipti.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hefur verið hætt við frekari fram­kvæmdir í Sví­þjóð á meðan rafhlöðuframleiðandinn fer í endur­skipu­lagningu vegna dræmrar sölu á raf­bílum.

Við­skipta­blaðið greindi frá því í sumar að Nort­hvolt væri að stefna að 3,4 milljarða dala fjár­mögnun frá Evrópu­sam­bandinu og bönkum á borð við JP Morgan Chase til að auka fram­leiðslu­getuna í Sví­þjóð.

Dóttur­fé­lag sænska raf­hlöðu­fram­leiðandans Nort­hvolt, sem átti að sjá um stækkun á risa­verk­smiðju fé­lagsins í norður­hluta Sví­þjóðar, hefur sótt um gjald­þrota­skipti.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hefur verið hætt við frekari fram­kvæmdir í Sví­þjóð á meðan rafhlöðuframleiðandinn fer í endur­skipu­lagningu vegna dræmrar sölu á raf­bílum.

Við­skipta­blaðið greindi frá því í sumar að Nort­hvolt væri að stefna að 3,4 milljarða dala fjár­mögnun frá Evrópu­sam­bandinu og bönkum á borð við JP Morgan Chase til að auka fram­leiðslu­getuna í Sví­þjóð.

Fyrirað­eins þremur árum síðan sagði Stefan Löfven for­sætis­ráð­herra Sví­þjóðar að smá­bærinn Skellefteå, þar sem verk­smiðja Nort­hvolt er stödd, væri borg fram­tíðarinnar.

Raf­hlöðu­verk­smiðjan átti að vera „flagg­skip grænu iðn­byltingarinnar“ í Evrópu og koma í­búum álfunnar undan því að þurfa kaupa raf­hlöður frá Kína eða olíu frá Mið­austur­löndum.

Kín­verjar stjórna stórum hluta af birgða­keðjunni þegar kemur að raf­hlöðum, bæði hvað varðar málma og sam­setningu.

Þetta hefur verið á­hyggju­efni fyrir vest­ræn ríki sem eyða milljörðum dala í skatta­af­slætti, lán og styrki til fyrir­tækja til að koma sínum eigin birgða­keðjum af stað. Banda­ríkin hafa verið í svipuðum her­ferðum frá árinu 2022.

Afturkallaðar pantanir og hópuppsagnir

Nort­hvolt var stofnað árið 2016 í Sví­þjóð en fé­lagið stefndi að því að opna raf­hlöðu­verk­smiðjur í Þýska­landi og Mont­real í Kanada.

Fjár­festinga­banki Evrópu­sam­bandsins hefur nú lagt nærri einum milljarði til verk­efnisins í Sví­þjóð á meðan stjórn­völd í Kanada og Qu­é­bec settu um 2 milljarða dali í að að­stoða fram­gang verk­smiðjunnar þar í landi.

Evrópskir bíla­fram­leið­endur hafa einnig verið að dæla fé í fyrir­tækið sem ætlaði að framleiða „grænustu raf­hlöðu í heimi.“

Í sumar á­kvað BMW hins vegar að aftur­kalla 2,2 milljarða dala pöntun sína hjá Nort­hvolt.

Í síðasta mánuði á­kvað Vol­vo einnig að falla frá stefnu sinni um að allir bílar fyrir­tækisins verði ein­göngu hreinir raf­bílar frá og með árinu 2030.

Í sama mánuði greindi Nort­hvolt frá 1.600 manna hóp­upp­sögn hjá fé­laginu en það sam­svarar um 20% af öllu starfs­liði fé­lagsins.