Reykjavík Napólí ehf., félag utan um rekstur Flateyjar-pítsustaðanna, tapaði milljón krónum á síðasta ári. Félagið hefur hagnast um 100 milljónir króna frá opnun fyrsta staðarins á Grandanum í október 2017, en síðan þá hefur stöðunum fjölgað í fjóra.

Tekjur félagsins námu 487 milljónum króna og jukust um 87 milljónir á milli ára. Eignir námu 100 milljónum og eigið fé 63 milljónum í lok síðasta árs.

Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði að hámarki 50 milljón króna arður til hluthafa vegna rekstrarársins 2021. Brynjar Guðjónsson, Haukur Már Gestsson, Jón Davíð Davíðsson og Sindri Snær Jensson, eiga hver 23% hlut í félaginu. Sveinn Rafn Eiðsson á 8% hlut í gegnum Herðubreið eignarhaldsfélag.

Þeir Jón Davíð og Sindri Snær opnuðu fataverslunina Húrra Reykjavík árið 2014. Síðan þá hafa þeir opnað veitingastaðina Flatey Pizza og Yuzu Burger auk næturklúbbsins Auto.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.