Að öllu ó­breyttu verða öll met slegin í fjölda flug­ferða í Banda­ríkjunum í sumar sam­hliða því að fjöldi flug­far­þega í Evrópu verði sam­bæri­legur og árið 2019.

Þessi gríðarlega ásókn hefur þó ekki náð að bjarga gengi flugfélaganna en hlutabréf bandarískra flugfélaga hafa lækkað um 40% síðastliðin fimm ár á meðan gengi evrópskra flugfélaga hefur lækkað um 25%

Sömu sögu má segja hér heima en gengi Icelandair hefur fallið um 90% á sama tíma­bili á meðan gengi Play hefur lækkað um 88% frá skráningu á First North vaxtar­markaðinn.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er lækkun á markaðs­virði flug­fé­laganna ekki til­komin vegna þess að fjár­festar eru að selja bréf til að kaupa í næsta gervi­greindar­fyrir­tæki heldur er hagnaður flug­fé­laganna að dragast saman samhliða aukningu í sætaframboði.

Að öllu ó­breyttu verða öll met slegin í fjölda flug­ferða í Banda­ríkjunum í sumar sam­hliða því að fjöldi flug­far­þega í Evrópu verði sam­bæri­legur og árið 2019.

Þessi gríðarlega ásókn hefur þó ekki náð að bjarga gengi flugfélaganna en hlutabréf bandarískra flugfélaga hafa lækkað um 40% síðastliðin fimm ár á meðan gengi evrópskra flugfélaga hefur lækkað um 25%

Sömu sögu má segja hér heima en gengi Icelandair hefur fallið um 90% á sama tíma­bili á meðan gengi Play hefur lækkað um 88% frá skráningu á First North vaxtar­markaðinn.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er lækkun á markaðs­virði flug­fé­laganna ekki til­komin vegna þess að fjár­festar eru að selja bréf til að kaupa í næsta gervi­greindar­fyrir­tæki heldur er hagnaður flug­fé­laganna að dragast saman samhliða aukningu í sætaframboði.

Lág­gjalda­flug­fé­lög líkt og Sout­hwest Air­lines, Spi­rit Arilines og Fronti­er voru um tíma að prenta peninga og spáðu greiningar­aðilar vestan­hafs að lág­gjalda­flug­fé­lögin myndu stækka markaðs­hlut­deild sína eftir far­aldurinn.

Öll flug­fé­lögin eru þó núna að reyna forða sér frá gjald­þroti en sam­kvæmt WSJ er gríðar­lega erfitt að reka lág­gjalda­flug­fé­lag þegar öll gjöld eru í há­marki. Olíu­tunnan er til að mynda á 80 dali um þessar mundir en stóð í 55 dölum fyrir far­aldurinn.

Sam­keppni um hæfa flug­menn og á­hafnir hefur þrýst launa­kostnaði upp á við og þá hefur skortur á flug­um­ferðar­stjórum leitt af sér upp­lausnar­á­stand í flug­á­ætlunum sem hefur reynst flug­fé­lögunum kostnaðar­samt.

Mesta á­sóknin eftir far­aldurinn hefur verið í svo­kölluð „premium“ flug­sæti þar sem far­þegar geta borgað fyrir ör­lítið meira sætis­pláss, mat o.fl.

Að sögn WSJ út­skýrir þetta af hverju gengi Delta Air Lines hefur ekki verið að lækka jafn mikið og hjá hinum flug­fé­lögunum en fé­lagið leggur mikla á­herslu á premium flug­sæti.

Á­sókn flug­far­þega í svo­kölluð premium sæti er einnig að valda minni á­sókn í business class sæti en fyrir­tæki eru að eyða mun minna í flug­ferðir en áður.

Mynd­bands­fundir hafa þar ein­hver á­hrif en sam­kvæmt nýjustu spám munu fyrir­tæki vestan­hafs eyða um 13% minni í flug­ferðir í ár en árið 2019.

Að sögn WSJ er stærsta vanda­málið þó of­fram­boð á flug­sætum og virðist sem flug­fé­lögin hafi á­kveðið að nýta aukna eftir­spurn í ferða­lögum eftir far­aldurinn til að stækka leiða­kerfið um of.

Í Banda­ríkjunum er sæta­fram­boð 8% meira í ár en árið 2019.

Hér­lendis má finna sömu þróun en í sumar fara 178 flug dag­lega frá Kefla­víkur­flug­velli. Sam­kvæmt til­kynningu frá Isavia er hægt að fljúga til 82 á­fanga­staða í sumar og fljúga 26 flug­fé­lög beint frá Kefla­víkur­flug­velli.

Ís­lensku flug­fé­lögin boðuðu breytingar fyrir sumarið en Icelandair mun að öllum líkindum slá öll met í fjölda flug­ferða í sumar.

Flug­ferðir Icelandair verða um 8% fleiri í sumar en árið 2023 og um 20% fleiri en sumarið 2019.

Sæta­fram­boð er um 5% meira en í fyrra og bætti Icelandair við þremur nýjum á­fanga­stöðum í sumar: Pitts­burg, Hali­fax og Vágar í Fær­eyjum.

Play er einnig að bjóða upp á sögu­lega margar flug­ferðir og sæta­fram­boðið er um 5% meira en í fyrra og hefur aldrei verið meira. Flug­fé­lagið kynnti tvo nýja á­fanga­staði fyrir sumarið; Vilnius og Split.