Bandarísk stjórnvöld hafa bannað annan innflutning á matvælum, málmum og öðrum vörum frá 29 kínverskum fyrirtækjum vegna meintrar nauðungarvinnu frá Úígúrum, tyrkneskumælandi múslímaþjóð í norðvestanverðu Kína.
Bannið, sem var tilkynnt rétt fyrir helgi, nær yfir ýmsar mismunandi vörur á borð við tómatmauk, valhnetur, gull og járngrýti.
Fyrirtækin sem hafa ratað inn á þennan bannlista eru meira en 100 talsins en listinn tengist lögum sem undirrituð voru í desember 2021. Lögin meina allan innflutning á vörum sem tengjast mannréttindabrotum Kínverja í sjálfstjórnarhéraðinu Xinjiang.
Af 29 fyrirtækjum sem fóru nýlega inn á þennan lista störfuðu 23 þeirra í landbúnaði. Hin fyrirtækin sérhæfa sig í bræðslu málma, þar á meðal kopar, litíum, nikkel og gulli.