Svissneska lyfjafyrirtækið Roche hefur samþykkt að kaupa lyfjaframleiðslufyrirtækið Carmot Therapeutics en kaupverðið nemur 3,1 milljarði dala, sem samsvarar ríflega 430 milljörðum íslenskra króna.

Roche fær þar með aðgang að offitulyfjum sem fyrirtækið hefur verið að þróa en um er að ræða tvær gerðir af stungulyfjum annars vegar og inntökulyfi hins vegar, sem eru á þróunarstigi.

Fjölmörg lyfjafyrirtæki keppast nú um að koma sínum eigin offitulyfjum á markað eftir gríðarlega velgengni Novo Nordisk, framleiðanda Ozempic og Wegovy, og Eli Lilly. Áætlað er að markaðurinn með offitulyf verði 100 milljarða dala virði árið 2030.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði