Fleiri Bandaríkjamenn treysta Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, betur en Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, þegar kemur að efnahagsmálum.
Þetta sýnir ný könnun sem var framkvæmd fyrir Financial Timesog Michigan Ross School of Business háskólann.
Um er að ræða í fyrsta sinn í þessari kosningalotu sem kjósendur segjast treysta frambjóðendum Demókrata betur en Repúblikana í efnahagsmálum en kannanir byrjuðu fyrir rúmu ári að spyrja kjósendur um málefnið.
Fleiri Bandaríkjamenn treysta Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, betur en Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, þegar kemur að efnahagsmálum.
Þetta sýnir ný könnun sem var framkvæmd fyrir Financial Timesog Michigan Ross School of Business háskólann.
Um er að ræða í fyrsta sinn í þessari kosningalotu sem kjósendur segjast treysta frambjóðendum Demókrata betur en Repúblikana í efnahagsmálum en kannanir byrjuðu fyrir rúmu ári að spyrja kjósendur um málefnið.
Munurinn er þó afar lítill en 41% kjósenda segjast treysta Trump fyrir efnahagi landsins en hlutfallið hefur verið óbreytt síðustu tvo mánuði. Um 42% treysta Harris betur fyrir efnahagi landsins sem er um 7% aukning frá síðasta mánuði þegar Biden var enn frambjóðandi flokksins.
„Það að kjósendur séu jákvæðari fyrir Harris í efnahagsmálum sýnir í raun hversu slæmt ástandið var hjá Biden,“ segir Erik Gordon prófessor við Michigan Ross háskólann við FT.