Fleiri Banda­ríkja­menn treysta Kamölu Har­ris, for­seta­fram­bjóðanda Demó­krata­flokksins, betur en Donald Trump, for­seta­efni Repúblikana­flokksins, þegar kemur að efna­hags­málum.

Þetta sýnir ný könnun sem var fram­kvæmd fyrir Financial Timesog Michigan Ross School of Business há­skólann.

Um er að ræða í fyrsta sinn í þessari kosninga­lotu sem kjós­endur segjast treysta fram­bjóð­endum Demó­krata betur en Repúblikana í efna­hags­málum en kannanir byrjuðu fyrir rúmu ári að spyrja kjós­endur um mál­efnið.

Fleiri Banda­ríkja­menn treysta Kamölu Har­ris, for­seta­fram­bjóðanda Demó­krata­flokksins, betur en Donald Trump, for­seta­efni Repúblikana­flokksins, þegar kemur að efna­hags­málum.

Þetta sýnir ný könnun sem var fram­kvæmd fyrir Financial Timesog Michigan Ross School of Business há­skólann.

Um er að ræða í fyrsta sinn í þessari kosninga­lotu sem kjós­endur segjast treysta fram­bjóð­endum Demó­krata betur en Repúblikana í efna­hags­málum en kannanir byrjuðu fyrir rúmu ári að spyrja kjós­endur um mál­efnið.

Munurinn er þó afar lítill en 41% kjós­enda segjast treysta Trump fyrir efna­hagi landsins en hlut­fallið hefur verið ó­breytt síðustu tvo mánuði. Um 42% treysta Har­ris betur fyrir efna­hagi landsins sem er um 7% aukning frá síðasta mánuði þegar Biden var enn fram­bjóðandi flokksins.

„Það að kjós­endur séu já­kvæðari fyrir Har­ris í efna­hags­málum sýnir í raun hversu slæmt á­standið var hjá Biden,“ segir Erik Gor­don prófessor við Michigan Ross há­skólann við FT.