Fréttamiðillinn Washington Post hefur tilkynnt að hann muni segja upp hátt í hundrað starfsmönnum, eða rúmlega 4% af vinnuafli blaðsins, til að koma til móts við vaxandi tap miðilsins.

Að sögn Jeff Bezos, eiganda blaðsins, mun niðurskurðurinn bitna mest á þeim starfsmönnum sem vinna í viðskiptadeildinni.

Uppsagnirnar voru tilkynntar í gær en þær koma á erfiðum tímum hjá fyrirtækinu og öðrum miðlum sem þurfa að aðlaga sig við stafrænar breytingar og minnkandi auglýsingatekjur.

Árið 2023 greindi Washington Post frá 77 milljóna dala tapi og sagði blaðið að lestrarfjöldi hefði jafnframt minnkað. Sama ár tilkynnti blaðið að það myndi fækka starfmönnum um 10%.