Úkraínskir hermenn eru nú við æfingar í Suður-Englandi. Þar kenna breskir hermenn þeim á bresku Challenger skriðdrekana.

Challenger eru töluvert frábrugðnir rússnesku T-72 skriðdrekunum. Þeir bresku eru 70 tonn en þeir rússnesku 50 tonn. Því er erfiðara að stjórna Challenger, sérstaklega upp brekkur.

Í myndbandinu hér að neðan eru úkraínskir hermenn spurðir út í muninn. Þeir segja meðal annars að þeir bresku séu mun þægilegri.

Eitt hafa þeir rússnesku þó framyfir þá bresku, sjálfhleðslubúnað . Í þeim bresku þarf sérstakan mann í að hlaða aðalbyssuna en skotin er þung og verkið erfiðara þegar skriðdrekinn er á ferð.

Í samtali við ofursta í breska hernum kemur fram að fæstir úkraínsku hermanna hafi stjórnað skriðdreka áður.

Búist er við að skriðdrekarnir bresku verði komnir á vígvöllinn í Úkraínu eftir nokkrar vikur.