Ólíkar skoðanir voru meðal lífeyrissjóða í hluthafahópnum hjá Festi um boðun hluthafafundarins í gær. Svör við fyrirspurn Viðskiptablaðsins leiddu í ljós að flestir sjóðirnir deildu atkvæðum sínum á sitjandi stjórnarmenn.

Ný fimm manna stjórn var kjörin á fundinum í morgun. Sigurlína Ingvarsdóttir, Magnús Júlíusson og Hjörleifur Pálsson komu ný inn í stjórnina en Guðjón Reynisson og Margrét Guðmundsdóttur héldu sætum sínum. Á stjórnarfundi sem fram fór í kjölfarið var ákveðið að Guðjón skyldi starfa sem formaður stjórnar og Sigurlína sem varaformaður.

Lífeyrissjóðirnir Brú og Birta, sem eru fjórðu og fimmtu stærstu hluthafar félagsins, deildu báðir atkvæðum sínum jafnt á Guðjón og Margréti, sem gegndu stöðum formanns og varaformanns stjórnar fyrir kjörið í gær. Þá greiddi Almenni lífeyrissjóðurinn, sjötti stærsti hluthafinn með 4,6% hlut, öll atkvæði sín með Margréti.

Margfeldiskosning var viðhöfð á fundinum í gær að kröfu fimm hluthafa, þar á meðal Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna (LIVE). Hluthafar gátu því hluthafar ráðstafað atkvæðum á frambjóðendur í þeim hlutföllum sem þeir kusu sjálfir og jafnvel lagt öll atkvæði sín á einn frambjóðenda.

Sjá einnig: Hitafundur hjá Festi

LSR greiddi öll atkvæði með Sigurlínu Ingvarsdóttur. Þá LIVE staðfesti við Viðskiptablaðið í dag að hann hefði greitt öll atkvæði með Hjörleifi Pálssyni. Atkvæði sjóðanna tveggja svo gott sem tryggðu Sigurlínu og Hjörleifi sæti í stjórninni.

Vilja ekki millistjórnendur annarra skráðra félaga

Gildi, næst stærsti hluthafinn með 9,9% hlut, kaus gegn breytingum á stjórn félagsins og deildi því atkvæðum sínum á sitjandi stjórnarmenn.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði