Þýska flugfélagið Lufthansa hefur ákveðið að hætta að fljúga frá Frankfurt til kínversku höfuðborgarinnar, Peking. Héðan í frá verður aðeins í boði fyrir viðskiptavini flugfélagsins fljúga til Peking frá Munchen.
Ákvörðunin endurspeglar auknum niðurskurði sem hefur verið að eiga sér stað meðal nokkurra evrópskra flugfélaga á kínverska markaðnum.
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur ákveðið að hætta að fljúga frá Frankfurt til kínversku höfuðborgarinnar, Peking. Héðan í frá verður aðeins í boði fyrir viðskiptavini flugfélagsins fljúga til Peking frá Munchen.
Ákvörðunin endurspeglar auknum niðurskurði sem hefur verið að eiga sér stað meðal nokkurra evrópskra flugfélaga á kínverska markaðnum.
Síðasta flugferð Lufthansa frá Frankfurt til Peking verður 26. október nk. en þess má geta að flugfélagið flýgur einnig til Shanghai frá Munichen. Þá verður kínverska flugfélagið Air China eina flugfélagið sem flýgur á milli borganna tveggja.
British Airways greindi frá svipaðri ákvörðun í síðasta mánuði en breska flugfélagið mun einnig hætta að fljúga til Peking frá og með október. Sú ákvörðun verður síðan endurskoðuð í nóvember á næsta ári.