Sam­kvæmt Financial Times hefur „óseðjandi þorsti“ fjár­festa eftir góðri ávöxtun leitt af sér gó­sentíð í út­gáfu flókinna vafninga hjá fjár­festinga­bönkum.

Heildar­velta í fjár­mála­afurðum sem tengjast ekki húsnæðislánum eða skulda­bréfum fyrir­tækja er komin yfir 380 milljarða Bandaríkja­dali það sem af er ári sem er um fimm­falt meiri velta en í fyrra.

Upp­gangurinn í þessum flóknu fjár­mála­afurðum, sem oft eru áhættu­samar fjár­festingar, sýnir að sögn FT hversu öflugir markaðir og efna­hagur Bandaríkjanna hafa verið á árinu. Fjár­festar eru þá til­búnir að leita áhættu­samari fjár­festinga í von um meiri ávöxtun.

Meðal þeirra fjár­mála­afurða sem hafa verið gefnar út af bönkunum eru skuld­bréfa­vafningar sem eru tekju­tengdir við sölu á kjúklinga­bitum, ganga­verum eða jafn­vel streymi á tón­list.

Fjár­festinga­bankar hafa meðal annars búið til verðbréf sem eru tengd tekjum af tón­list Shakira og Bon Jovi. Þá er einnig hægt að kaupa verðbréf sem tengjast tekjum sem kjúklingastaðurinn Wing Stop fær við út­gefin sér­leyfi til rekstrar­staða.

Sam­kvæmt FT er þessi þróun var­huga­verð en stærð markaðarins með þessar fjár­mála­afurðir er þó enn svo lítill að kerfinu í heild stafar engin ógn af honum.