Samkvæmt Financial Times hefur „óseðjandi þorsti“ fjárfesta eftir góðri ávöxtun leitt af sér gósentíð í útgáfu flókinna vafninga hjá fjárfestingabönkum.
Heildarvelta í fjármálaafurðum sem tengjast ekki húsnæðislánum eða skuldabréfum fyrirtækja er komin yfir 380 milljarða Bandaríkjadali það sem af er ári sem er um fimmfalt meiri velta en í fyrra.
Uppgangurinn í þessum flóknu fjármálaafurðum, sem oft eru áhættusamar fjárfestingar, sýnir að sögn FT hversu öflugir markaðir og efnahagur Bandaríkjanna hafa verið á árinu. Fjárfestar eru þá tilbúnir að leita áhættusamari fjárfestinga í von um meiri ávöxtun.
Meðal þeirra fjármálaafurða sem hafa verið gefnar út af bönkunum eru skuldbréfavafningar sem eru tekjutengdir við sölu á kjúklingabitum, gangaverum eða jafnvel streymi á tónlist.
Fjárfestingabankar hafa meðal annars búið til verðbréf sem eru tengd tekjum af tónlist Shakira og Bon Jovi. Þá er einnig hægt að kaupa verðbréf sem tengjast tekjum sem kjúklingastaðurinn Wing Stop fær við útgefin sérleyfi til rekstrarstaða.
Samkvæmt FT er þessi þróun varhugaverð en stærð markaðarins með þessar fjármálaafurðir er þó enn svo lítill að kerfinu í heild stafar engin ógn af honum.