Fyrirtæki á borð við Airbnb, Coca-Cola og Microsoft eru meðal á annað hundrað fyrirtækja sem eru að íhuga eða hafa þegar hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter.

Frá þessu greinir New York Times og vísar til skjala sem miðillinn hefur undir höndum en áður hafði verið greint frá því að Apple, IBM og Disney hefðu hætt við auglýsingar á X. Tíðindin koma eftir að Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, var sakaður um að ýta undir gyðingahatur fyrr í mánuðinum.

Söluteymi X greindi frá því fyrir helgi að ellefu milljónir dala í auglýsingatekjur væru í húfi vegna málsins en New York Times hafði áður greint frá því að uppákoman gæti kostað miðilinn 75 milljónir dala.

Fyrirtæki á borð við Airbnb, Coca-Cola og Microsoft eru meðal á annað hundrað fyrirtækja sem eru að íhuga eða hafa þegar hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter.

Frá þessu greinir New York Times og vísar til skjala sem miðillinn hefur undir höndum en áður hafði verið greint frá því að Apple, IBM og Disney hefðu hætt við auglýsingar á X. Tíðindin koma eftir að Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, var sakaður um að ýta undir gyðingahatur fyrr í mánuðinum.

Söluteymi X greindi frá því fyrir helgi að ellefu milljónir dala í auglýsingatekjur væru í húfi vegna málsins en New York Times hafði áður greint frá því að uppákoman gæti kostað miðilinn 75 milljónir dala.