Nokkur evrópsk flugfélög hafa aflýst öllum flugferðum til Ben Gurion-flugvallarins í Ísrael eftir að eldflaug, sem skotin var af hersveitum Húta í Jemen, lenti skammt frá flugvellinum og sprakk.

Á vef WSJ segir að þýska flugfélagið Lufthansa hafi frestað flugi til vallarins í dag og hefur ítalska flugfélagið ITA Airways einnig frestað flugferðum fram til 7. maí.

Flugfélögin British Airways og Iberia Express, sem eru bæði hluti af International Consolidated Airline Group (IAG), aflýstu einnig flugferðum til Tel Aviv sem áttu að fara í dag.

Ísraelska loftvarnarkerfið, sem er meðal þeirra háþróuðustu í heiminum, náði ekki að skjóta niður eldflaugina og hafa leiðtogar Húta sagst ætla að gera fleiri árásir á ísraelska flugvelli.