Evrópsk og miðausturlensk flugfélög hafa ákveðið að breyta flugleiðum sínum ásamt því að kyrrsetja nokkrar flugvélar eftir eldflaugaárás Írana á Ísrael. Félögin segja að ráðstafanirnar myndu líklega valda truflun og seinkun á fjölda flugferða á næstu dögum.
Evrópsk og miðausturlensk flugfélög hafa ákveðið að breyta flugleiðum sínum ásamt því að kyrrsetja nokkrar flugvélar eftir eldflaugaárás Írana á Ísrael. Félögin segja að ráðstafanirnar myndu líklega valda truflun og seinkun á fjölda flugferða á næstu dögum.
Etihad Airways, Qatar Airways og Lufthansa eru meðal þeirra flugfélaga sem hafa breytt leiðum sínum og áætlunum á meðan ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs stigmagnast.
Þá segir Qatar að það hafi einnig ákveðið að stöðva flug til og frá Írak og Íran vegna loftrýmistakmarkana og bætti við að það væri að endurskoða nokkrar aðrar flugleiðir.
🇮🇷 🇮🇱 WATCH
— Pyotr Kurzin (@PKurzin) October 2, 2024
Irans missile launches filmed by a passing passenger jet
Aircraft said Tehran didn’t check whether the airspace was free of civilian aircraft pic.twitter.com/5gYciA6NdH
Evrópsku flugfélögin Austrian Airlines, Brussels Airlines og Swiss International Air Lines segjast ætla að forðast ísraelska lofthelgi til 31. október. Lufthansa ætlar eins að forðast lofthelgi Írans, Íraks og Jórdaníu í dag.